"Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn."   Bréf Páls til Rómverja 3:10

   "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð."   Bréf Páls til Rómverja 3:23

   "Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum."   Bréf Páls til Rómverja 6:23

   "En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum."   Bréf Páls til Rómverja 5:8

   "Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."   Jóhannesarguðspjall 3:16

   "Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti."   Fyrsta bréf Jóhannesar 1:9

   "Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.  Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis."   Bréf Páls til Rómverja 10:9-10

   "En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans."   Jóhannesarguðspjall 1:12

   "Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig."   Jóhannesarguðspjall 14:6

   "Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill."   Jóhannesarguðspjall 5:21

   "Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf.  Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því."   Bréf Páls til Efesusmanna 2:8-9

   "Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í.  Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum."   Fyrra bréf Páls til Korin 15:1,3-4

   "Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið."   Hið almenna bréf Jakobs 5:16

   "Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur."   Fyrsta bréf Jóhannesar 4:7-8

   "Með því að þér vitið þetta fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu yðar.  Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags. Amen."   Síðara almenna bréf Péturs 3:17-18


Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, Bréf Páls til Rómverja 3:23 Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Bréf Páls til Rómverja 6:23 Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Bréf Páls til Efesusmanna 2:8-9 En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: ,Guð, vertu mér syndugum líknsamur!` Lúkasarguðspjall 18:13 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Jóhannesarguðspjall 3:16-17 Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, a þér fáið staðist. Fyrra bréf Páls til Korintumanna 10:13 Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum. Bréf Páls til Rómverja 8:38-39 En Kristur er endalok lögmálsins, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir. Bréf Páls til Rómverja 10: Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur. Síðara bréf Páls til Korintumanna 6:2 Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: ,,Hvað eigum vér að gjöra, bræður?`` Pétur sagði við þá: ,,Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda. Postulasagan 2:37-38 íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans. Bréf Páls til Efesusmanna 4:24 Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn. Bréf Páls til Rómverja 3:10 Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.Bréf Páls til Rómverja 5:12 Meðan vér enn vorum óstyrkir, dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega. Bréf Páls til Rómverja 5:6 En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum. Bréf Páls til Rómverja 5:8 en að anda heilagleikans með krafti auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum. Bréf Páls til Rómverja 1:4 Vér vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. Bréf Páls til Rómverja 6:9 Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn _ og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Bréf Páls til Rómverja 10:9 því að ,,hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða.'' Bréf Páls til Rómverja 10:13 Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum. Bréf Páls til Rómverja 8:38-39